Talnagrunnur
The 3 steps are Choose table, Choose variable and Show result. You are currently at Velja breytu

Skipting útgjalda í vísitölu neysluverðs án húsnæðis eftir mánuðum 1914-1940

Velja breytur

1.12.2017
Gamlar Krónur / Vísitölur / %
SOG06003
Now you have come to the page, Choose variable. This page give you the oportunity to select which variables and values you want to display in your result of the table. A variable is a property of a statistical unit. The page is divided into several boxes, one for each variable, where you can select values by click to highlight one or more values. It always starts with the statistics variable which is the main value counted in the table.
Field for searching for a specific value in the list box. This is examples of values you can search for.Útgjöld alls , Matvörur alls , Brauð ,

Valið 0 Alls 14

Valið 0 Alls 3

Field for searching for a specific value in the list box. This is examples of values you can search for.1914M07 , 1914M08 , 1914M09 ,

Valið 0 Alls 315

Fjöldi valinna reita er:
(Hámarksfjöldi er 100.000)

Framsetning á skjá takmarkast við 10.000 línur og 100 dálka

Fjöldi valinna reita er yfir hámarki 100.000
Árið 1915 hóf Hagstofan að safna skýrslum um útsöluverð í Reykjavík á algengum matvörum og nokkrum öðrum nauðsynjavörum. Var jafnframt óskað eftir upplýsingum kaupmanna um verð þessara vara skömmu áður en fyrri heimsstyrjöldin braust út eða frá júlí 1914 og verðlagsþróun næstu ársfjórðunga þar á eftir. Þessar skýrslur voru byggðar á verðupplýsingum frá nálega 40 verslunum í Reykjavík og miðuðu við verð í byrjun hvers ársfjórðungs. Verð á hverri vöru var síðan fundið með því að taka óvegið meðaltal af verðskýrslum kaupmanna. Jafnframt verði hverrar vöru var birt hlutfallsleg hækkun miðað við grunntölu 100 í júlímánuði 1914. Til að fá heildaryfirlit yfir hækkun þessara vörutegunda var tekið einfalt meðaltal og þannig fundin heildarverðhækkun. Tveir höfuðannmarkar voru á þessum útreikningum. Annar var sá, að allar vörutegundir höfðu sama vægi án tillits til þess hve mikil neysla þeirra var en hinn að útreikningarnir náðu einungis til matvöru, eldsneytis og ljósmetis en ekki til fatnaðar, annarra útgjalda og húsnæðis sem þó var verulegur útgjaldaliður hverrar fjölskyldu. Þá tók innsöfnun verðupplýsinga breytingum. Frá júlí 1914 til október 1925 var verðlag á matvöru, eldsneyti og ljósmeti skráð ársfjórðungslega en eftir það og framvegis voru þessir liðir skráðir hjá Hagstofunni mánaðarlega. Hagstofan birti reglulega í Hagtíðindum verðlag nokkurra tuga neysluvara og þjónustu til þess að fylgjast með þróun verðlags. Fyrstu árin var engin vísitala framfærslukostnaðar reiknuð en á þriðja áratug 20. aldar mótaði þáverandi hagstofustjóri, Þorsteinn Þorsteinsson, útreikningsgrundvöll fyrir „vísitölu framfærslukostnaðar“ og nýtti Hagstofan upp frá því ákveðið úrval vara og þjónustu sem helst mátti treysta að fyndust á markaði í Reykjavík flesta daga ársins en þó ekki alltaf. Meðal þess sem Hagstofan lagði mat á við útreikning framfærsluvísitölunnar var þróun húsnæðiskostnaðar í Reykjavík. Í meðfylgjandi veftöflu er húsnæðisliðnum sleppt þar sem í framkvæmd komu fram ágallar í verðlagsforsendum sem Hagstofunni tókst ekki að yfirvinna á því tímabili sem hér um ræðir (sjá neðar nánari skýringu á helstu vandkvæðunum við útfærslu vísitölunnar). Samsetning neysluverðsvísitölunnar án húsnæðisliðarins. Síðsumars 1922 kom til tals að laun prentara í Reykjavík væru látin fylgja verðlagsbreytingum. Til viðmiðunar var valin fimm manna fjölskylda, hjón með þrjú börn innan fermingar, sem hafði 1.800 krónur í tekjur fyrir fyrri heimsstyrjöld. Hver útgjaldaliður fékk þá ákveðið vægi eftir áætlaðri notkun. Á sama tíma og þessi áætlun var gerð, þ.e. seinni hluta árs 1922, hófst opinber og reglulegur útreikningur vísitölu framfærslukostnaðar hér á landi. Þessi vísitala var síðan reiknuð aftur til ársins 1914 og síðan reglulega einu sinni á ári, í októbermánuði ár hvert. Áætluð sundurliðun útgjalda árin 1914-1939 var sýnd fimmta hvert ár í Hagskinnu í töflu 12.17. Fram til október 1938 voru útgjaldaliðirnir fatnaður, skór, þvottur og „önnur gjöld“ skráðir í október hvert ár. Í ljósi þess að matvæli og eldsneyti höfðu langmest vægi í útgjöldum vísitölufjölskyldunnar eru árstíðasveiflur þessara liða látnar ráða mestu um mat á verðvísitölum þeirra mánaða þegar verðupptöku sleppir. Húsnæðisliðurinn. Við undirbúning framfærsluvísitölunnar var húsnæðisliðurinn eitt erfiðasta viðfangsefnið. Skýrslur, sem safnað hafði verið um húsaleigu, voru misvísandi og ófullnægjandi og því var byggingarkostnaður húsa látinn ráða mestu um breytingu húsnæðisliðarins. Samhliða manntalinu 1930 var safnað upplýsingum um húsaleigu. Reyndist húsaleiga fyrir þriggja herbergja íbúðir vera 1.380 krónur en húsnæðisliður vísitölunnar, reiknaður skv. breytingum á byggingarkostnaði var 813 krónur. Þessi mismunur á niðurstöðum var tekinn inn í vísitöluna og var farið með hann sem verðlagshækkun. Þó var augljóst að þessi hækkun hafði ekki orðið á einu ári, heldur var litið svo á að hún hefði safnast fyrir á árabili, einkum frá og með 1923. Breytingin á húsnæðisliðnum olli ennfremur breytingu á sköttum í vísitölunni og enn fremur var tekið að reikna „önnur útgjöld“ með nýjum hætti. Til að gera langa sögu stutta birta sögulegar hagtölur almenna verðlagsþróun án húsnæðisliðarins fram til ársins 1939, hvort sem um er að ræða árlegar niðurstöður eða eftir mánuðum (Hagskinna birti einungis árlegar verðvísitölur fram til 1939 en nú eru tiltækar mánaðarlegar verðvísitölur frá júlí 1914 að telja).

Skipting

Útgjöld, gamlar krónur

Við gjaldmiðilsbreytingu 1. janúar 1981 hundraðfaldaðist verðgildi íslensku krónunnar. Varð nýkróna jafngild 100 gömlum krónum